Skilmálar í stuttu máli – að vera viðskiptavinur hjá Synergy
Sem viðskiptavinur hjá Synergy kaupir þú ekki vörur á heildsöluafslætti og getur ekki áframselt til annarra – þú ert einfaldlega að kaupa vörur fyrir eigin notkun. Ef þú vilt, geturðu deilt persónulegum hlekk með öðrum og fengið inneign sem nýtist í næstu kaup. Þetta er algjörlega valkvætt.
Ef einhver pantar í gegnum hlekk sem þú sendir honum færðu inneign í formi vöruafsláttar. Þú ert þó ekki skuldbundin(n) til að selja eða dreifa vörum.
Reikningurinn þinn helst virkur ef þú pantar að minnsta kosti einu sinni á þriggja mánaða fresti. Ef ekkert er keypt í þrjá mánuði verður hann óvirkur, en þú getur virkjað hann aftur með nýrri pöntun. Inneign safnast aðeins á meðan reikningurinn er virkur.
Ef þú kynnir vörur opinberlega, til dæmis á samfélagsmiðlum, þarftu að gera grein fyrir því að þú tengist Synergy á einhvern hátt. Þú berð ábyrgð á að miðla upplýsingum á löglegan og heiðarlegan hátt.
Skilareglur
- Fyrsta pöntun: Hægt að fá 100% endurgreitt ef vöru er skilað innan 90 daga
- Síðari pantanir: Hægt að fá 90% endurgreitt fyrir óopnaðar og óskemmdar vörur innan 90 daga
Lög og ábyrgð
Synergy vörur eru ekki ætlaðar sem lyf eða meðferðir. Þú mátt ekki veita læknisfræðilegar ráðleggingar né hvetja fólk til að hætta í læknismeðferð.
Persónuvernd
Persónuupplýsingar eru meðhöndlaðar samkvæmt persónuverndarstefnu Synergy. Sum gögn kunna að vera vistuð eða unnin utan EES.
Niðurlag:
Með því að versla hjá Synergy samþykkir þú almenn skilmála fyrirtækisins. Þú ert sjálfstæður viðskiptavinur og getur hætt hvenær sem er.